Vegagerðin tekur í notkun nýjan vef

Vegagerðin hefur sett í loftið nýja vefsíðu vegagerdin.is. Þetta er þriðja og síðasta púslið í þríþættri veflausn Vegagerðarinnar, sem samanstendur af vegagerdin.is, umferdin.is og sjolag.is.

Þar er að finna upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar, gögn, skýrslur og annað efni sem er mikið skoðað. Helsta nýjungin á vefnum er svokallaður verkefnavefur þar sem hægt er að finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem eru í gangi hverju sinni.

Þar má sjá stöðu verkefna, tengd útboð, skýrslur, gögn og fréttir sem birst hafa um framkvæmdina. Þróun á verkefnavefnum heldur áfram næstu mánuði og fleiri verkefni munu bætast við.

Nýjar áherslur á vegagerdin.is

  • Stórbætt farsímaútgáfa
  • Aðgengismál höfð að leiðarljósi
  • Betri endurspeglun á starfsemi og áherslur stofnunarinnar
  • Innleiðing á nýrri tækni
  • Nýtt hönnunarkerfi
  • Verkefnavefur
DEILA