Vestri laut í lægra haldi fyrir Knattspyrnufélagi Hlíðarenda (KH) í 2. deild kvenna á laugardaginn.
Ágústa María Valtýsdóttir hjá KH var á skotskónum í upphafi leiks og skoraði tvö mörk á fyrstu 17 mínútunum en Mimi Eiden lagaði stöðuna fyrir heimastúlkur með marki á 25 mínútu.
Á 62 annari mínútu kom Ása Kristín Tryggvadóttir KH í 3-1 en tíu mínútum seinna minnkaði Mimi muninn aftur.
Nær komust Vestrastúlkur ekki því Arna Ósk Arnarsdóttir gerði út um leikinn með marki á 77 mínútu.
Eftir leikinn er Vestri í 11. sæti og mætir næst Haukum á útivelli næstkomandi föstudag.