Til hamingju með sjómannadaginn

Bæjarins besta sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra, sem og öllum Vestfirðingum hamingjuóskir með sjómannadaginn.

Á Ísafirði verður sjómannadagsmessa í Ísafjarðarkirkju kl. 11:00. Að messu lokinni verður gengið að sjómannastyttunni og minnst látinna sjómanna.

Helgistund verður í Hnífsdalskapellu í dag kl. 9:30. Að helgistund lokinni verður gengið út í Hnífsdalskirkjugarð og minnst látinna sjómanna.

Í Bolungavík verður hátíðarguðsþjónusta í Hólskirkju kl 14. Séra Fjölnir Ásbjörnsson þjónar fyrir altari og frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands predikar. Að guðsþjónustunni lokinni verður gengið í Grundarhólskirkjugarð og lagðir blómsveigar að minnismerkjum sjómanna í garðinum.

Á Patreksfirði verður sjómannadagsmessa kl 11 í Patrekskirkju og eftir messu verður gengið að minnisvarða um látna sjómenn og lagður blómsveigur.

DEILA