Þjónustugjöld við Dynjanda

Þjónustugjöld hafa verið innleidd við Dynjanda. Greitt er fyrir hvern bíl sem lagt er, samkvæmt gjaldskrá Umhverfisstofnunar sumarið 2024:

  • Einkabíll (5 sæta): 750 kr
  • Einkabíll (6-9 sæta): 1000 kr
  • Rútur (10-18 sæti): 2000 kr
  • Rútur (19-32 sæti): 4000 kr
  • Rútur (33-64 sæti): 7500 kr
  • Bifhjól: 300 kr

Aðgangur að salernum er innifalinn í þjónustugjaldi.

 

Gestir greiða þjónustugjald með því að fara inn á greiðslusíðu eða með því að skanna QR-kóða á skiltum á staðnum. 

Búnaður til sjálfvirkrar gjaldheimtu verður settur upp síðar í sumar.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Dynjanda samhliða fjölgun gesta undanfarin ár. Sumarið 2024 standa yfir framkvæmdir við nýja útsýnispalla og tengingar við þá. 

DEILA