Þjóðhátíðardagurinn: lýðveldið 80 ára í dag

Frá þjóðhátíðrrdeginum 2018. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í dag eru rétt 80 ár síðan lýðveldið Ísland var stofnsett á Þingvöllum og tók við að konungsríkinu Ísland. Til þess var valinn fæðingardagur Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri, Vestfirðingsins, sem um áratugaskeið, leiddi baráttu landsmanna um aukin áhrif á eigin málefnum.

Á Hrafnseyri verður að venju lýðveldishátíð, sem að þessu sinni er óvenju vegleg og stendur í tvo daga. Í dag verður hátíðarguðsþjónusta þar sem Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður predikar og séra Fjölnir Ásbjörnsson þjónar fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrarkirkju syngur undir stjórn Jóngunnars Biering Margeirssonar, sem einnig sér um undirspil.

Hátíðarræða flytur Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Tónlist: Bríet Vagna flytur tónlist.

Á Ísafirði verður einnig fjölbreytt dagskrá á Eyrartúni. Hátíðarræðuna flytur Ólafur Guðsteinn Kristjánsson.

Þá verður opnuð í dag sýning Listasafns Íslands og Listasafns Ísafjarðar sem nefnist framtíðarfortíð.

Við Djúpið

KL 20 í kvöld verður í Hömrum Ísafirði opnunarhátíð tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið sem standa mun næstu sex daga.

Þar verður seiðandi frönsk tónlist frá síðustu öld myndar ramma utan um þrjú spennandi verk núlifandi tónskálda. Þar hljóma flauta, píanó, marimba, víbrafónn og bassaklarínett sundur og saman auk þess sem segulband kemur við sögu. Fram koma: Christine Köhler, flauta, Alexander Vorontsov, píanó, Moritz Wappler, slagverk, Sem R. A. Wendt, bassaklarínett.
Nánari upplýsingar.

Bolungavík: hátíðardagskrá við Félagsheimilið

Í Bolungavík verður hátíðardagskrá sem hefst kl 11 með fleytukeppni í Hólsá. Síðan verður skrúðganga og hátíðardagskrá við Félagsheimilið sem hefst kl 12:40.

Bíldudalur: dagskrá við Skrímslasetrið

í Vesturbyggð verður hátíðardagskrá á Bíldudal. Þau hefjast kl. 13 með skrúðgöngu frá vegamótum að Skrímslasetrinu.

DEILA