Þingeyri: deilt um staðsetningu á hreinsistöð

Fyrirhugguð staðsetning við Vitann.

Ísafjarðarbær hefur hafið framkvæmdir við skolphreinsistöð á Þingeyraroddanum. Settur verður upp 20 feta gámur með hreinsistöðinni við á svæði við hliðina á vitanum, Víkinga svæðinu og um 55 metra frá tjaldsvæðinu, þar sem bæjar búar og ferðamenn fara og njóta ósnortinar fjörunnar og þaðan er stundað sjósund.

Mjög skiptar skoðanir hafa komið fram meðal Þingeyringa um staðsetninguna á hreinsistöðinni. Almennt er vel tekið í það að koma upp hreinsistöðinni en deild um staðsetninguna. Óðinn Hauksson er einn þeirra og hann er mjög ósáttur við þetta og segir hægt að finna aðra betri staði fyrir gáminn og frárennslið frá honum.

Bent er á að á tjaldsvæðinu hafi í fyrra verið 5.900 gistinætur. Sjósundstaðurinn hafi verið með um 850 skráðum sjósundferðum frá þessum stað og þetta sé ekki besti staðurinn til þess að safna saman skólpi og leiða í sjó, jafnvel þótt grófhreinsað verði.

Útrásirnar eru margar og hreinsistöðin er sett niður efst á myndinni.

DEILA