Tap í Kópavoginum

Hörður frá Ísafirði mætti Smára í Fagralundi í Kópavogi á laugardaginn í B-riðli 5. deildar karla.

Harðarmenn komust í 1-0 með marki Birkis Eydals á 52 mínútu en Kristján Gunnarsson jafnaði leikinn fyrir heimamenn níu mínútum síðar.

Alexander Fannberg Gunnarsson gerði svo út um leikinn fyrir Smára með tveimur mörkum á fjórum mínútum þegar innan við 20 mínútur lifðu leiks og tryggði heimamönnum 3-1 sigur.

Með sigrinum skaust Smári upp í efsta sæti á meðan Hörður féll niður í það fimmta.

DEILA