Tap hjá Harðarmönnum á helginni

Hörður frá Ísafirði laut í lægra haldi fyrir KFR, 2-4, er liðin mættust á laugardaginn á Hvolsvelli í 5. deild karla.

Hörður komst yfir á 4 mínútu eftir sjálfsmark hjá Stefáni Bjarka Smárasyni en KFR jafnaði á 17 mínútu með marki frá Helga Val Smárasyni.

KFR komst svo eftir um 10 mínútna spil í seinni hálfleik með marki frá Bjarna Þorvaldssyni.

Á 74 mínútu fékk svo Davíð Hjaltason hjá Herði sitt annað gula spjald og voru heimamenn ekki lengi að nýta sér það að vera manni fleiri og komust í 3-1 fimm mínútum síðar með öðru marki Helga Vals í leiknum.

Helgi Hrannar Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Hörð á 83 mínútu en KFR gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki frá Aroni Birki Guðmundssyni.

Eftir leikinn er Hörður í 5. sæti með 6 stig og á næst leik 8. júní á móti Afríku en leikurinn fer fram á Ísafirði.

DEILA