Tap fyrir toppliðinu

Mynd: Vestri/Facebook

Vestri tapaði 0-5 fyrir toppliði Völsungs í 2. deild kvenna í dag er liðin mættust á Húsavík.

Völsungur leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark frá Kristu Eik Harðardóttur á 39 mínútu.

Í seinni hálfleik héldu heimastúlkum engin bönd og bættu þær við fjórum mörkum; tveimur frá Höllu Bríeti Kristjánsdóttur og sitthvoru markinu frá Hörpu Ásgeirsdóttur og Ólínu Helgu Sigþórsdóttur.

Vestri er eftir leikinn í 12 sæti eftir fimm leiki með 1 stig og mætir næst KH laugardaginn 15. júní á Kerecisvelli.

DEILA