Strandabyggð: vinnslutillaga samþykkt að nýju aðalskipulagi fyrir 2021 – 2033

Þorgeir Pálsson er oddviti og sveitarstjóri í Strandabyggð.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samykkti 14. maí vinnslutillögu að aðalskipulagi fyrir Strandabyggð sem gildir fyrir 2021 – 2033. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sem gilti fyrir árin 2010 – 2022.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri segir að þegar núverandi sveitarstjórn tók við, fyrir um tveimur árum, hafði talsverð vinna þegar átt sér stað hjá fyrrverandi sveitarstjórn og Landmótun, en það er fyrirtækið Landmótun sem sér um faglegt utanumhald þessarar vinnu.  „Núverandi sveitarstjórn tók fljótlega þá ákvörðun að gefa sér tíma í að skoða þau gögn sem þegar lágu fyrir og eins að gefa sér tíma í að afla nýrra gagna.  Var samstaða um að skoða sem flesta þætti samfélagsins, taka ákvarðanir um landnýtingu einstakra svæða með framtíðar uppbyggingu í huga og breyta núverandi skilgreiningum á landrými og eða landnotkun, ef þess þótti þurfa.“

Þorgeir segir að síðan gildandi skipulag var samþykkt hafi ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós. 

Aðspurður um helstu áherslur nefnir hann einkum fjögur atriði:

Brandskjól.  Lengi hefur verið rætt um Brandskjól sem framtíðar íbúðahverfi Hólmavíkur.  Núverandi sveitarstjórn hefur tekið málið lengra og liggur fyrir frumgerð hugmyndar um skipulag hverfisins.  Rétt er þó að taka fram að deiliskipulagsvinna er eftir, en ljóst að við munum ýta þessu verkefni áfram eins og hægt er.  Í vinnslutillögu aðalskipulags segir:“ Nýtt íbúðarsvæði. Gert verður ráð fyrir lágreistri byggð á einni hæð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par‐ og raðhús á einni hæð. Nánari útfærslur í deiliskipulagi“.

Aukið iðnaðarsvæði.  Á skeiði og í framhaldi af vinnusvæði vegegerðarinnar, er gert ráð fyrir fjölgun iðnaðarlóða og er þar horfti til þess að sveitarfélagið geti boðið fyrirætkjum góðar iðnaðarlóðir

Hótelbygging á Hólmavík.  Á svæðinu við íþróttamiðstöðina, er gert ráð fyrir byggingu um 60 herbergja hótels í háum gæðaflokki.  Hótelreiturinn svokallaði er nú i deiliskipulagsvinnuferli.

Skeljavík, frístundabyggð.  Lengi hefur verið horft til þessa svæðis með uppbyggingu sumarhúsa í huga, en núverandi sveitarstjórn jefur klárar þessa vinnu og er málið nú í yfirferð Skipulagsstofnunar.  Í vinnslutillögu aðalskipulags segir:“ Svæðið er óbyggt en deiliskipulagt að hluta. Heimilt er  að reisa allt að 12 frístundahús. Hönnun byggðarinnar  skal miða að því að byggðin falli vel að landslagi, s.s.  með staðsetningu húsa, hæðarsetningu, formi  bygginga og efnis‐ og litavali“.  Verður svæðið nú auglýst eins fljótt og kostur er. 

Hann segir alla umræðu um aðalskipulag af hinu góða og það sé mikilvægt að við lítum á þetta ferli sem þróunarferli hugmynda og sviðsmynda. 

Frekari upplýsingar: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/85

DEILA