Strandabyggð: Sauðfjársetrið fékk menningarverðlaun

Tveir stjórnarmanna Sauðfjársetursins tóku á móti menningarverðalununum. Mynd: Sauðfjársetrið.

Sauðfjársetrið á Ströndum fékk í gær menningarverðlaun Strandabyggðar. Það er tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar sem veitir verðlaunin. Nefndinni bárust fimm tilnefningar til verðlaunanna. Þá fékk Ester Sigfúsdóttir, fráfarandi forstöðumaður safnsins heiðursverðlaun fyrir starf sitt.

Ester hefur tilkynnt að hún afþakki verðlaunin og að hún vilji ekki verðlaun eða viðurkenningu frá sveitarfélaginu vegna þess sem á undan er gengið og vísar til ásakana sem settar hafa verið fram í garð þeirra sem sátu í síðustu sveitarstjórn um misnota aðstöðu sína til styrkja. Einn þeirra, Jón Jónsson hefur sent formlegt erindi til sveitarstjórnar Strandabyggðar og hefur tilkynnt um undirskriftasöfnun þar sem farið verður fram á íbúakosningu þar sem farið verði fram á rannsókn óháðra aðila. „Einungis er miðað við þær skriflegu ásakanir sem bornar hafa verið fram af starfsfólki sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili.“

DEILA