Strandabyggð: aðalskipulag endurskoðað

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að auglýst verði vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Strandabyggð 2021- 2033. Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022.

Í tikynningu Skipulagsstofnunar segir að síðan að gildandi skipulag var samþykkt hafi ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós.

Í tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 er stefna mörkuð fyrir um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar, um landnotkun, byggðaþróun og mynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og atvinnu‐ og umhverfismál. Forsendum stefnumörkunarinnar er lýst og hvernig fyrirhugað er að ná þeim markmiðum sem sett eru í áætluninni. Aðalskipulagi er ætlað að leiða samfélög í átt að sjálfbærri nýtingu lands og auðlinda og stuðla að öruggu og sveigjanlegu umhverfi fyrir íbúa og atvinnulíf. 

Sveitarstjórnin samþykkti vorið 2020 að hefja endurskoðunina. Það er fyrirtækið Landmótun sem hefur unnið vinnslutillöguna.

DEILA