Sjómannadagurinn í Bolungavík

Kjarkmiklar stelpur sátu á planka og slógust með belgjum. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Um helgina voru vegleg hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins víða um Vestfirði. Á Patreksfirði voru fjögurra daga hátíðahöld með fjölbreyttum dagskrárliðum. Þá var á Suðureyri mikið um að vera og m.a. var Hilmar Gunnarsson sæmdur heiðursmerki sjómanna og var athöfnin í sjómannadagsmessu í Suðureyrarkirkju.

Hilmar Gunnarsson. Mynd: aðsend.

Í Bolungavík hófust hátíðahöld á föstudaginn og stóðu fram á sunnudag. Á laugardaginn var gott veður og léttskýjað og mikill mannfjöldi var samankominn á Brjótnum.

Björgunarsveitin Ernir sýndi húsakynni sín og tækjakost.

Aðstaða sveitarinnar er hin glæsilegasta og tækjakostur öflugur.

Gestum og gangandi var boðið upp á grillaðan fisk og lax í húsakynnum Fiskmarkaðarins og var löng röð við pönnurnar.

Fiskurinn var vinsæll.

Eldað var á tveimur risastórum pönnum.

Muggi fyrrverandi hafnarstjóri á Ísafirði var mættur á heimaslóðir og ræddi við Flosa Jakobsson.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri var á vaktinni og sá til þess að allt gengi snurðulaust fyrir sig.

Þeir hugrökku hlupu eftir brettunum að slöngubátnum.

DEILA