Sindragata 4a: kæra til úrskurðarnefndar

teikning frá Sei arkitektum sem sýnir afstöðu byggingarinnar.

Ákvörðun Ísafjarðarbæjar varðandi samþykkt á byggingaráformum til Vestfiskra verktaka á byggingu íbúðarblokkar Sindragötu 4B Ísafirði hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Kærendur andmæla byggingaráformum og fara fram á að byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar afturkalli samþykktina og breyti deiliskipulagi byggingarreitsins þannig að ekki verði leyfð jafn stór og umfangsmikil bygging á lóð Sindragötu 4A.

Kærendur segja í tilkynnngu að samþykkt byggingarmagn hússins sé komið yfir leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi svæðisins.  Það sé 1,0 eða 2.347,3 fermetrar en nú sé samanlagt er byggingarmagn lóðarinnar2.592,8 fm sem leiðir til nýtingarhlutfallsins 1,1.

Kærendur eru fasteignareigendur og íbúar að Sindragötu 4A og Aðalstræti 8, 10 og 16 á Ísafirði.

DEILA