Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri KSÍ voru viðstaddir fyrsta heimaleik Vestra á nýjum knattspyrnuvelli, Kerecis velli
Þar afhentu þeir Gylfa Ólafssyni formanni bæjarráðs og Svavari Þór Guðmundssyni formanni knattspyrnudeildar Vestar fallegan platta og um leið óskuðu þeir félaginu og bænum til hamingju með nýjan völl.
Af þessu tilefni voru sex aðilar sæmdir heiðursmerki úr silfri frá KSÍ, en það voru þau Garðar Sigurgeirsson, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Jón Hálfdán Pétursson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg.
Þessi merki eru veitt þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur.