RÁÐHERRA OPNAÐI SÝNINGUNA FRAMTÍÐARFORTÍÐ

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, opnaði sýninguna FRAMTÍÐARFORTÍÐ í Safnahúsinu á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Sýningin er haldin til að fagna 80 ára lýðveldisafmæli þjóðarinnar og er sú fyrsta í röð sýninga sem marka samvinnu Listasafns Íslands og safna á landsbyggðinni.

Valin hafa verið verk úr safneign Listasafns Íslands eftir listamenn sem velta fyrir sér hugtökum eins og sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðar og hvað það þýðir að vera þjóð.

DEILA