Patrekshöfn: strandveiðar 391 tonn í maí

Frá löndun úr strandveiðibát í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Alls barst að landi í Patrekshöfn 391 tonn af um 50 strandveiðibátum í maímánuði. Er það ívið meiri afli strandveiðibáta en í Bolungavíkurhöfn og er Patrekshöfn líklega aflahæsta höfn stranveiðibáta í mánuðinum.

Af öðrum afla var landað 274 tonnum. Patrekur BA var á dragnót og kom með 205 tonn í 14 veiðiferðum. Sjö bátar voru á grásleppuveiðum og lönduðu samtals 69 tonnum.

DEILA