Nýr veitingastaður á Ísafirði

Mamma Nína var áður til húsa í húsnæðinu. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Veitingarstaðurinn Bubbly hefur verið opnaður á Austurvegi 1 á Ísafirði. Það er fyrirtækið Pasta og Panini ehf sem stendur að rekstrinum. Það hefur skipt um nafn og heitir nú Vaikee ehf. Forsvarsmaður er Oddur Andri Thomasson Ahrens.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók fyrir á mánudaginn erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum þar sem óskað var umsagnar um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II.

Hámarksgestafjöldi er 35. Þá er óskað eftir því að fá að setja 2- 3 borð út á sólardögum en þau verði tekin in fyrir kl 21.

Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis Bubbly á Ísafirði.

DEILA