Ný bók eftir Jón Þ. Þór – Franska byltingin 1789-1799

Í þessari fróðlegu bók segir frá aðdraganda byltingarinnar sem hófst með því að Loðvík konungur XVI boðaði til stéttaþings árið 1788.

Rækilega er greint frá stéttaþinginu sem kom saman í Versölum árið 1789 og síðan er sagan rakin allt þar til Napóleon Bónaparte hrifsaði völdin í Frakklandi haustið 1799.

Í bókinni koma margir frægir menn og konur við sögu, þróun byltingarinnar á áratugnum 1789-1799 er lýst og sagt frá kjörum fólks, hárra sem lágra. Einnig segir frá ótal mörgum minnisverðum atburðum sem settu svip á byltingarárin og ekki síður voðaverkum sem voru lengi í minnum höfð í Frakklandi og víðar.

DEILA