Messuferð í Aðalvík á laugardaginn

Kirkjan að Stað í Aðalvík. Mynd: átthagafélag Sléttuhrepps.

Messað verður í kirkjunni að Stað í Aðalvík laugardaginn 22. júní kl. 14:30. Prestur er séra Magnús Erlingsson.

Bátur fer frá Sjóferðum kl. 10:30 og aftur til baka til Ísafjarðar kl. 22:30, með viðkomu á Látrum í báðum ferðum. 

Hægt er að bóka siglingu á heimasíðu Sjóferða, https://sjoferdir.is

Að lokinnu messu verður kaffi í Prestsbústaðnum á vegum Átthagafélaganna á Ísafirði og Reykjavík.

Um kvöldið verður svo ball i skólahúsinu á Sæbóli við undirleik Húsbandsins.

Skólinn verður opinn allan daginn og gestum er velkomið að borða nestið sitt þar.  

Allir sem ættir eiga að rekja til Sléttuhrepps og aðra áhugasamir eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að koma í dagsferð til Aðalvíkur og njóta samveru með ættingjum og vinum.

DEILA