Matvælastofnun gerir athugasemdir við landeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði

Laxaseiði úr landeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði lentu í sjónum í óhappi sem þar varð 24. maí.

Matvælastofnun  tók málið til rannsóknar eftir að svör frá fyrirtækinu eftir strokið gáfu tilefni til frekari athugana og fór í kjölfarið í óboðað eftirlit.

Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til þess að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar strokatburðar en samkvæmt upplýsingum voru tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld. Matvælastofnun telur að einungis hafi verið sinnt fyrstu viðbrögðum innanhús en ekki gætt að stroki við frárennsli.

Matvælastofnun telur ljóst að fiskeldisstöð sé ekki útbúin með seinni vörnum í frárennsli úr niðurföllum á gólfi og seiði hafi því átt greiða leið úr stöðinni.

Ljóst er að töluvert ferskvatn er fyrir utan stöð og líkur á að seiðin hafi lifað af og synt upp í Botnsá enda liðu rúmar 14 klst. frá strokatburði þar til net voru lögð.

DEILA