Lýðveldishátíð á Hrafnseyri 16.-17. júní 2024

Hrafnseyri.

Þann 16. og 17. júní verði hátíðardagskrá á Hrafnseyri í tilefni 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi.

Þann 16. júní verður sjónum sérstaklega beint að landnámsminjum á Hrafnseyri þegar sýningin „Landnám í Arnarfirði“ verður opnuð. Í kjölfarið verður gestum boðið í leiðsögn um minjastaði á Hrafnseyri og börnin fá einnig að kynnast fornleifafræði af eigin raun í fornleifaskóla fyrir börn.

Íbúar af erlendum uppruna eru sérstaklega boðnir velkomnir á Hrafnseyri þennan dag í samstarfi við verkefnið Gefum íslensku séns. Verkefnið „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið“ verður einnig kynnt og boðið upp á smiðjur sem tengjast verkefninu fyrir börn.

Á 17. júní fer fram hátíðardagskrá með messu, hátíðarræðu Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, tónlist, opnun myndlistarsýningar sumarsins og lýðveldisköku.

Fólki fæddu 1944 sérstaklega boðið í kaffisamsæti á Hrafnseyri. Að lokum fer einnig fram Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarð á þjóðhátíðardaginn.

DEILA