Leiðinda veður framundan

Næstu daga er útlit fyrir norðan hvassviðri á landinu með kalsaúrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu en lengst af úrkomulítið sunnantil.

Samkvæmt nýjustu spám stendur veðrið linnulítið fram á aðfaranótt föstudags og skánar þá talsvert gangi spár eftir.

Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum.

DEILA