Kindahjörðin mín

Hólmfríður Ólafsdóttir opnar málverkasýninguna „Kindahjörðin mín“ á Sauðfjársetrinu á Ströndum, fimmtudaginn 6. júní kl. 18:00.

Hólmfríður er fædd og uppalin á Siglufirði og þar bjó hún til sextán ára aldurs. Hún gekk í Grunnskóla Siglufjarðar og hafði þá strax mikinn áhuga á því að teikna og mála.

Hún fór í framhaldsskóla á Sauðárkróki að læra módel teikningu og stefndi á nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Örlögin tóku yfir og leiddu hana í Iðnskólann í Reykjavík þar sem ég lærði klæðskurð og starfaði við það í 10 ár. Aftur tóku svo örlögin að spinna sinn vef sem varð til þess að hún fór í Guðfræðideild Háskóla Íslands og nam þar djáknafræði og guðfræði sem hún starfar við í dag.

Hún er gift Guðmundi Elíassyni sem er hreinræktaður Eyjamaður og á þrjú uppkomin börn af fyrra hjónabandi, þau Þorbjörn Óla, Hákon Orra og Sigrúnu Völu.

Hólmfríður hefur tekið þátt í nokkrum sýningum með Lista og menningarfélagi Vestmannaeyja og einnig verið þar með einkasýningar.

Hún er nú búsett í Mosfellsbæ og hef haldið þrjár einkasýningar á höfuðborgarsvæðinu.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar þar sem boði verður upp á léttar veitingar.

DEILA