Jón Gunnar vann Landsbankamótið – Shiran efstur í Hamraborgarmótaröðinni

Landsbankamótið í golf fór fram á síðustu helgi en þar fór með sigur Jón Gunnar Shiransson með 40 punkta. Næstur kom Sævar Þór Ríkarðsson, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, með 39 punkta og Hákon Dagur Guðjónsson endaði í þriðja sæti einnig með 39 punkta. Nánari úrslit má finna hér.

Þrjár keppnir hafa farið fram í Hamraborgarmótaröðinni og er Shiran Þórisson í efsta sæti sem stendur. Næsta keppni er einmitt í kvöld og hefst kl 18:00.

Það er einnig nóg um að vera á næstunni því á laugardaginn hefst hin árlega Sjávarútvegsmótaröð með Hampiðjumótinu og er skráning hafin á Golfbox.

Á næstunni verður svo holukeppni Golfklúbbs Ísafjarðar og eru þegar 14 kylfingar skráðir til leiks en skráningarfrestur rennur út á sunnudaginn.

DEILA