Ísafjarðarhöfn: þrjú skemmtiferðaskip og um 4.000 farþegar í gær

Viking Star og karabíska prinsessan í Sundahöfn. Samtals um 500 lengdarmetrar.

Mikið var um að vera í góðviðrinu í Ísafjarðarhöfn í gær. Þrjú erlend skemmtiferðaskip voru í höfn og með þeim um 4.000 farþegar, að mestu Bandarríkjamenn. Ætla má að höfnin hafi fengið um 20 m.kr. í kassann í hafnagjöld þennan daginn.

Minnst skipanna var franska lúxusskipið Le Bellot, sem var með 96 Bandaríkjamenn sem sigldi fyrst inn í Ísafjarðardjúp og kom við í Vigur áður en það lagðist að kanti í Sundahöfn.

Viking Star hóf ferð sína í Björgvin í Noregi 27.maí og Ísafjörður var fyrsta höfnin á Íslandi. Það hldur svo áfram um landið og siglir héðan til Grænlands. Með því voru um 750 farþegar. Skipið er feikna langt 228 metrar.

Stærst var þó Caribbean Princess sem er 290 metra langt og með því voru um 3.000 farþegar. Ferðalagið sem Caribbean Princess er á núna hófst í Southampton í Englandi 31. maí, en þaðan var siglt á þrjár norskar hafnir, síðan til Lerwick á Hjaltlandi og svo yfir til Reykjavíkur. Eftir stoppið á Ísafirði liggur leiðin til Akureyrar og þaðan beint aftur til Southampton.

Le Bellot í Sundahöfn. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA