Nú í byrjun sumars hófust viðfangsmiklar hvalatalningar við landið, þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson lagði í hann frá Hafnarfirði.
Þessar talningar eru hluti af svokölluðum NASS talningum (North Atlantic Sighting Survey), en þær hafa verið framkvæmdar reglulega síðan 1987, og eru talningar sumarsins þær sjöundu í seríunni. Auk Íslands taka Noregur, Færeyjar, og Grænland þátt í talningunni, en auk þess eru Kanada og Skotland með álíka talningar á sama tíma.
Á meðfylgjandi mynd má sjá talningarsvæðin. Fyrsti leggurinn á Árna Friðrikssyni er á svæði IR en þessi leggur er samnýttur með rannsóknum á karfa, áður en hann heldur áfram á svæðum IMN, IMW, IMS og IME, en þau svæði eru samnýting með rannsóknum á útbreiðslu makríls.
Bjarni Sæmundsson dekkar síðan svæðin IDS, og IDW1-4 þegar hann leggur af stað í júlí. Færeyjar dekka FM, FDE, og FDW, en Noregur NME og NMN auk þess sem þeir verða með sérstaka hrefnutalningu í Barentshafi.
Grænlendingar verða með flugtalningu meðfram ströndum Grænlands. Skotar dekka síðan svæðið merkt SCANS24.