Hundasvæðið við Suðurgötu á Ísafirði tilbúið

Langþráð hundasvæði við Suðurgötu á Ísafirði er nú loks tilbúið og opið. Þó að uppsetning svæðisins hafi virst einfalt verkefni í upphafi urðu miklar tafir á því, meðal annars vegna langrar biðar eftir afhendingu á réttum hliðum og mikilla anna verktaka.

Nú er þó allt klárt á svæðinu, bekkir og ruslafötur komnar á sína staði og eru allir hundar og eigendur þeirra boðnir hjartanlega velkomnir. 

Nokkrar einfaldar reglur gilda á hundasvæðinu, til að halda því snyrtilegu, öruggu og skemmtilegu:

  • Gætið þess að loka hliðum á eftir ykkur.
  • Hundar eiga að vera í taumi þegar svæðið er yfirgefið.
  • Hundar eiga að vera í kallfæri við eiganda sinn öllum stundum.
  • Hundar skulu vera í fylgd einstaklinga sem eru 13 ára og eldri.
  • Grimmir hundar mega ekki vera á svæðinu.
  • Sýni hundur árásargirni ber eiganda að fjarlægja hann samstundis.
  • Tíkur á lóðaríi mega ekki vera á svæðinu.
  • Eigendur skulu, líkt og annars staðar, taka upp skít eftir hundinn sinn og setja í ruslatunnuna.
DEILA