Götuveislan á Flateyri hefst á morgun

Um helgina verður hin árlega götuveisla á Flateyri. Dagskrá hefst á morgun , fimmtudag með ljósmyndasýningu í Bryggjukaffi og barsvar keppni á Vagninum annað kvöld. Á föstudaginn verður frá kl 20 Popphátíðin í Ólafstúni og vísar nafnið auðvitað til hins landsþekkta tónlistarmanns og trillukarls Óla Popp. Síðan verður dansleikur á Vagninum.

Á laugardaginn verður mikið um dýrðir og dagskrá allan daginn , frisbýgolf, götumarkaður , valið best skreytta húsið á Flateyri, tónlist á Bryggjukaffi, sumarhátíð Lýðskólans, grill og kvöldvaka.

Á sunnudaginn verður svo grillað fyrir þátttakendur.

Magnús Einar Magnússon, einn forsvarsmanna hátíðarinnar sagði að aldrei hafi fleiri skrá sig á götumarkaðinn en í ár eða 20 söluaðilar.

Frá götuveislunni í fyrra.

DEILA