GJALDSKRÁR LEIKSKÓLA Á VESTFJÖRÐUM

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur kannað hvort sveitarfélögin á Vestfjörðum hafi staðið við samkomulag um að að gjaldskrárhækkanir á leikskólum yrðu ekki umfram 3,5% eins og um var rætt í kjarasamningum sem gerðir voru fyrr á þessu ári.

Niðurstaða könnunar Verk Vest er að aðeins eitt sveitarfélag á Vestfjörðum er innan 3,5% markanna í gjaldskrárhækkunum, en það er Strandabyggð.

Eitt sveitarfélag rekur ekki leikskóla og eitt sveitarfélag býður ekki upp á 8,5 klst vistun og einnig er rétt að benda á að Súðavík og Reykhólahreppur er með lang lægstu leikskólagjöldin.

DEILA