Framkvæmdaleyfi veitt fyrir landmótun í Tungudal

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur veitt framkvæmdaleyfi fyrir landmótun á skíðasvæðinu í Tungudal í Skutulsfirði.  Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að leyfið yrði veitt en lagði áherslu á að vandað yerði til við frágang og að nýr skurður sem mótaður yrði vegna afrennslis vatns, fylgi línum í landslagi og verði sem náttúrlegastur.

Um er að ræða landmótun á Dalbotnsbrekku frá Sandfellslyftu upp fyrir Miðfellslyftu. Loka þarf skurðum og slétta út holt og hæðir, moka skurð meðfram brekkunni að ofanverðu til þess að veita vatni út úr brekkunni og meðfram henni. Breyta þarf aðkomu að Sandfellslyftunni og hækka rampinn.

Mð þessum aðgerðum er vonast til þess að minni snjó þurfi til þess að opna Dalbotnsbrekkuna og byrjendasvæðið. Gert er ráð fyrir að brekkan verði um 40 metra breið. Þetta er fyrsti áfangi framkvæmdanna og nær eingöngu til neðsta hluta Dalbotnsbrekkunnar. Næstu áfangar verða upp á Miðfellslyftunni.

DEILA