Fjöldi greiðenda veiðigjalds eftir landshlutum

Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölda aðila sem greiðir veiðigjald í hverjum landshluta, en Vestmannaeyjar eru sérstaklega tilgreindar.

Vestfirðir eru fjölmennasta svæðið hvað varðar fjölda gjaldskyldra aðila, en að jafnaði hafa um 190 aðilar greitt veiðigjald á ári hverju á Vestfjörðum á þessu tímabili.

Þar á eftir kemur Norðurland eystra og svo Vesturland. Fæstir aðilar eru í Vestmannaeyjum, eða að jafnaði í kringum 25 talsins á ári hverju.

Sé heildarupphæð veiðigjalds hvers landshluta deilt niður á fjölda aðila sem greiðir veiðigjald eru Vestmannaeyjar með yfirburðastöðu.

DEILA