Gönguferð og sögustund — 1 skór —–
Miðvikudaginn 12. júní
Skráning óþörf, bara mæta.
Gönguformaður og sögumaður: Elfar Logi Hannesson.
Mæting kl. 19.00 við Bónus á Ísafirði, 19.45 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri og 20:00 við Kómedíuleikhúsið í Haukadal.
Gengið verður á slóðir frönsku sjómannanna í Haukadal Dýrafirði. Þeir frönsku voru árlegir gestir í yfir tvær aldir í Haukadal. Víst gjörðist þar margt sögulegt svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.
Að göngu lokinni verður boðið inní Kómedíuleikhús í Haukadal hvar hægt verður að fá sér hressingu á einstaklega kómísku verði.
Vegalengd: ekkert til að hafa áhyggjur af, áætlaður göngutími: á áætlun, hækkun: tekur ekki að nefna hana.
Verð: 2.400 kr. fyrir félagsmenn FFÍ. 3.000 kr. fyrir aðra.