Ferðafélag Ísfirðinga: Álftafjarðarheiði á laugardaginn

Álftafjarðarheiði  — 2 skór —
Laugardaginn 29. júní
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina

Fararstjórn: Barði Ingibjartsson.
Mæting kl. 9.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að Seljalandi í Álftafirði.
Gengið verður frá Seljalandi í Álftafirði um Álftafjarðarheiði að Kroppstöðum í Korpudal í Önundarfirði.
Þetta var hestfær leið og sést gatan nokkuð vel á köflum. Búast má við að ganga í snjó á köflum.
Vegalengd: um 13 km, göngutími: um 6 klst., upphækkun: 725 m.

Kaffiveitingar gegn vægu gjaldi í hlöðunni á Kirkjubóli að ferð lokinni.

DEILA