Eyjólfur Ármannsson ræðukóngur Alþingis

Eyjólfur Ármannsson, almþm. ræðukóngur Alþingis í ár.

Eyjólfur Ármannsson, alþm (F) flutti flestar ræður þingmanna Norðvesturkjördæmis á 154. þingi og talaði auk þess lengst. Reyndar var hann ræðukóngur Alþingis þennan veturinn.

Eyjólfur flutti 562 ræður og talaði í samtals 1.936 mínútur, sem gerir rúmlega 32 klukkustundir. Í öðru sæti af þingmönnum kjördæmisins varð Bergþór Ólason (M). Hann flutti 288 ræður og talaði í 816 mínútur. Svo vill til að þeir eru báðir stjórnarandstæðingar. Allir hinir sex þingmenn kjördæmisins eru stjórnarliðar og þeir töluðu mun minna en stjórnaandstæðingarnir.

Næst þeim í þriðja sæti kemur utanríkisráðherrann Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, sem reyndar um tíma í vetur var fjármálaráðherra. Þórdís flutti 165 ræður og talaði í 410 mínútur.

DEILA