Bolafjall: mikill snjór á pallinum en hann stóðst öll áhlaup vetrarins

Það er s.s. búið að opna uppá fjall. Vegagerðin er búinn að fara yfir veginn, hefla hann og rykbinda. „Vegurinn er í frábæru standi og hefur aldrei verið svona góður að mínu mati“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík.

„Það var gríðarlega mikill snjór á Bolafjalli í vetur og fyrir viku var enn mikill snjór á pallinum og í kringum hann. Hinsvegar hefur mikið tekið upp af snjó og það fór mikið af honum um helgina. Pallurinn er því vel aðgengilegur og aðkoman góð fyrir bíla og gangangi.“

Jón Páll segir að handrið hafi gefið sig en það hafi ekki áhrif á öryggi pallsins.

„Mikill snjór á pallinum er ekki áhyggjuefni og er pallurinn hannaður fyrir mun meira álag. Það kom hins vegar í ljós í vor að handriðin gáfu sig undan snjónum í vetur. Við erum búinn að skoða þetta og hanna nýtt handrið sem tekur tillit til þessa álags. Það verður sett upp við fyrsta tækifæri. En staðan á handriðinu hefur hinsvegar enginn áhrif á öryggi pallsins. Handriðið er fyrir gesti til að styðja sig við, en er ekki hluti af burðarviki grindverksins. Grindverkið, eins og pallurinn sjálfur, stóðst öll áhlaup vetrarins og ber hann þess merki hversu traust og gott mannvirki útsýnispallurinn er.“

Myndband af pallinum:

https://www.facebook.com/stories/102561728578522/UzpfSVNDOjQ0MTMxMzYzMjAxNjI4MQ==/?view_single=1

DEILA