Besta deild karla: Óheppnir að jafna ekki á lokamínútunum

Fylkir lagði Vestra 3:2 í Bestu deild karla í kvöld er liðin mættust í tíundu umferð í Árbænum.

Vestri byrjaði leikinn betur og komst yfir á 27 mínutu með marki Elmars Atla Garðarssonar. Þeir voru þó ekki lengir yfir því á 34 mínútu jafnaði Emil Ásmundsson fyrir Fylki eftir sendingu Vestfirðingsins og fyrrum leikmanns Vestra, Þórðar Gunn­ars Hafþórs­son­ar.

Fylkismenn náðu forustunni á 73 mínútu eftir mar Þórodds Víkingssonar og bættu svo enn í á 79 mínútu með marki frá Ómari Stefánssyni.

Á 88 mínútu minnkaði Vestri muninn með marki frá Jeppe Gertsen og mínútu síðar voru Vestramenn grátlega nærri því að jafna. Fyrst átti Bene­dikt Warén skot í stöng sem hrökk fyrir framan áðurnefndan Jeppe Gertsen en Ólafi Helgasyni, markverði Fylkis, tókst að verja frá honum á ótrúlegan hátt.

Í uppbótartíma var Ólafur aftur á ferðinni þegar hann varði frá Tarik Ibra­himagic í víta­teig Fylk­is.

Með sigrinum fór Fylkir af botni deildarinnar upp 11. sæti með 7 stig, þremur stigum á eftir Vestra sem er í 10. sæti.

Næsti leikur Vestra verður jafnframt fyrsti alvöru heimaleikur liðsins í sumar en hann fer fram á Kerecis vellinum á Ísafirði 22. júní næstkomandi.

DEILA