Aflaheimildir til strandveiða auknar um 2.000 tonn

Matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð sem heimilar aukna aflaheimild upp á 2.000 tonn af þorski á yfirstandandi strandveiðitímabili. Heildarráðstöfun í þorski til strandveiða verður því 12.000 tonn í stað 10.000 tonna.

Með þessari aukningu hækkar hlutfall strandveiða á þorski upp í rúm 55% af þorski innan félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Svo stórum hluta heimilda hefur ekki verið ráðstafað til strandveiða áður.

Aukningin kemur af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl.

DEILA