Nýtt vogarhús hefur verið reist við Bíldudalshöfn sem mun hafa góða sýn yfir hafnarsvæðið. Vogarhúsið er reist ofan á eldra þjónustuhús við bryggjuna.
Um er að ræða glæsilega byggingu sem var hönnuð af M11 Arkitektum. Frágangur innanhúss er á lokametrunum og mun hafnarvörður flytja í vogarhúsið á næstunni.
Þá hefur einnig verið tekin í notkun þjónustumiðstöð á Bíldudal.
Tvær hæðir eru að hluta til í þjónustumiðstöðinni, þar sem efri hæðin er nýtt fyrir aðstöðu til funda og skrifstofu. Áhaldahús og slökkvilið flytja inn í húsnæðið á næstu dögum.