Vesturlína ekki tvöfölduð fyrr en 20 MW virkjun er komin

Jóhanna Ösp Einarsdóttir bóndi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi er stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga

Fram komá málþingi sambands íslenskra sveitarfélaga í marsmánuði um orkumál að Landsnet muni ekki tvöfalda Vesturlínu fyrr en 20 MW virkjun hafi verið byggð upp á Vestfjörðum.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungssambandsins sótti ráðstefnuna og hún sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta hafi komið skýrt fram á ráðstefnunni. Hún sagði að stjórn sambandsins væri búin að óska eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til þess að ræða orkumálin á Vestfjörðum og reyna að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum fjórðungsins og komast að því á hverju framfarirnar strandi. Jóhanna minnti á ályktun Alþingis frá 2018 um flutningsmál raforku þar sem setja átti Vestfirði í forgang. Hún sagði að sex árum síðar væru Vestfirðingar ekki farnir að sjá þennan forgang.

Stjórn Fjórðungssambandsins ræddi orkumalin á síðasta stjórnarfundi og ályktaði eftirfarandi:

„Stjórn fjórðungssambands telur nauðsynlegt að rjúfa áratuga kyrrstöðu í orkumálum á Vestfjörðum með öllum ráðum.
Fram kom á málþinginu ,,er íslensk orka til heimabrúks?“ að:

  • Landsnet ætlar sér ekki að tvöfalda Vesturlínu fyrr en 20 megavatta virkjun sé byggð upp
    innan Vestfjarða.
  • Að leyfishafa geta setið á virkjanaleyfum þrátt fyrir að hefja ekki framkvæmdir.
    Stjórn skorar á Alþingi að setja að alvöru í framkvæmd þingsályktun um flutningsmál raforku sem samþykkt var 2018, þar sem setja átti flutningsmál raforku á Vestfjörðum í forgang.“
DEILA