Vesturbyggð: sett fé í innleiðingu heimastjórna

Tálknafjörður. Ein heimastjórnin er fyrir Tálknafjörð.

Bæjarráð Vesturbyggðar ræddi innleiðingu heimastjórna á fundi sínum í síðustu viku. Kosið var á laugardaginn í fjórar heimastjórnir í sveitarfélaginu nýja og munu þær fá afmörkuð verkefni sem tengjast einstökum hluta sveitarfélagsins. Verður ein fyrir Bíldudal, önnur fyrir Tálknafjörð, sú þriðja fyrir Patreksfjörð og sú fjórða fyrir Rauðasandshrepp og Barðastrandarhrepp.

Bæjarráð leggur áherslu á að innleiðingin gangi vel og haldið sé vel utan um verkefni heimastjórna ásamt því að samfella sé á verklagi hverrar heimastjórnar.
Samþykkt var að ráða inn ritara heimastjórna tímabundið í 50% starf til áramóta til að fylgja innleiðingunni eftir. Gert var ráð fyrir fjármagni til verkefnisins við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

DEILA