Vesturbyggð og Tálknafjörður: Gunnþórunn Bender forseti bæjarstjórnar

Ráðhúsið í Vesturbyggð.

Gunnþórunn Bender frá N-lista var í gær kjörinn forseti bæjarstjórnar hins nýja sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Tryggvi Baldur Bjarnason (N) var kosinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Friðbjörgu Matthíasdóttur (D) annar varaforseti.

Í bæjarráð voru kosin Páll Vilhjálmsson og Jenný Lára Magnadóttir frá N lista og Friðbjörg Matthíasdóttir frá D lista og verður Páll formaður bæjarráðs.

Þá var kosið í þrjár fastanefndir, skipulags- og framkvæmdaráð, umhverfis- og loftlagsráð og fjölskylduráð. Formenn verða Tryggvi Baldur Bjarnason (N) , Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (D) og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (N) í sömu röð og nefnirnar voru taldar upp.

DEILA