Tungudalur: rekstur tjaldsvæðis boðinn út og Ísafjarðrbær fær greitt

Tjaldsvæðið í Tungudal á Ísafirði. Mynd: tjalda.is

Ísafjarðarbær hefur boðið út rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal og voru tilboð opnuð 30. apríl. Tvö tilboð bárust.

Tjald ehf. bauð -4.750.000 kr. og Kristín Haraldsdóttir 4.440.000 kr.
Skv útboðlýsingu þýðir mínus fyrir framan tölu að verktaki greiði Ísafjarðarbæ fyrir leigu á
tjaldsvæði.
Tilboðin miða við rekstur á ári.
Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir tveggja milljóna kr. kostnaði við rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Tjalds ehf. í rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal.

DEILA