Torfnes: Kerecisvöllurinn ekki tilbúinn eins og til stóð

Kerrecis völlurinn á sumardaginn fyrsta. Nú er búið að leggja hitalagnir í völlinn og næst er að líma gervigrasi' niður á völlinn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ekki tókst Vestra að leika fyrsta heimaleikinn í Bestudeildinni í knattspyrnu á Kerecisvellinum 20. maí gegn Íslandsmeisturum Víkings eins og til stóð. Leikið var á Avis vellinum í Laugardalnum í Reykjavík, velli Þróttar og taldist leikurinn heimaleikur Vestra. Nú er stefnt að því að vígja nýja gervigrasvöllinn eftir tvær vikur, sunnudaginn 2. júní þegar Stjarnan kemur í heimsókn.

Leikurinn var nokkuð þungur fyrir Vestra þar sem Íslands- og bikarmeistararnir voru betra liðið og hefur það greinilega talsvert meiri breidd. Víkingur vann 1:4 , en þó náði Vestri að jafna 1:1 í fyrra hálfleik með góðu marki frá Silas.

Kvennalið Vestra lék sinn fyrsta leik á Ísafirði um árabil á laugardaginn og leikið var á æfingavellinum sem er orðinn leikfær eftir endurnýjun. Léku stúlkurnar við ÍH frá Hafnarfirði og tapaðist leikurinn 0:5.

Lið Vestra og ÍH fyrir leikinn á laugardaginn.

Mynd: Arna Lára Jónsdóttir.

DEILA