Þorlákur ÍS 15

Þorlákur ÍS 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Þorlákur ÍS 15 var smíðaður í Póllandi og kom til heimahafnar í Bolungarvík í ágústmánuði árið 2000.

Þorlákur, sem er 29 metrar að lengd, 7,5 metra breiður og 251 brúttótonn að stærð, hefur alla tíð verið gerður út frá Bolungarvík.

Skipið var smíðað sem línuskip búið beitningarvél en síðar útbúið til dragnótaveiða.

Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er eigandi Þorláks ÍS 15.

Af skipamyndir.com

DEILA