Suðureyri: þriggja daga sjómannadagshátíðahöld

Frá sjómannadeginum í fyrra.

Vegleg dagskrá verður á Suðureyri um næstu helgi, sjómannadagshelgina. Dagskráin hefst á föstudagskvöldið með fjölskyldubingó í Félagsheimilinu sem björgunarsveitin Björg stendur fyrir. Veittir verða glæsilegir vinningar.

Á laugardaginn hefst dagskráin með siglingu um Súgandafjörðinn í boði smábátaeigenda. Eftir hádegið verður skrúðganga frá Bjarnaborg að kirkju og sjómannadagsmessa hefst kl 14. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson þjónar og sjómaður verður heiðraður. Síðar um daginn verður kappróður og barnaball með CELEBS. Um kvöldið verður svo sjómannadagshóf og veisluhlaðborð sem Hugljúf og Ella á Ísafirði sjá um.

Fylgst verður með talningu atkvæða í forsetakosningunum.

CELEBS og Papar spila fyrir dansi frá kl 22:30.

Á sjómannadaginn sjálfan verður svo hefðbundin dagskrá við höfnina.

DEILA