STÆKKAÐU FRAMTÍÐINA

Verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ tengir fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins

Verkefnið felst í að varpa ljósi á tækifæri framtíðarinnar og veita börnum og ungmennum innblástur til að verða það sem þau langar til, í samræmi við áhuga þeirra og styrkleika. Verkefnið tengir fjölbreytta sjálfboðaliða af vinnumarkaði við skólastofuna. Þar segja þau nemendum frá starfi sínu og hvernig nám þeirra hefur nýst þeim.

Menntaskólinn á Ísafirði tekur nú þátt í þessu spennandi verkefni.


Vilmundur Torfi Kristinsson húsasmiður, vélaverkfræðingur og starfsmaður Kerecis reið á vaðið og heimsótti skólann. Kynnti hann nám sitt og störf fyrir nemendum í verknámi. 

DEILA