Það má með sanni segja að Skólakór Tónlistarskólans hafi slegið í gegn á norrænu kórahátíðinni Norbusang sem haldin var í Fredericia á Jótlandi í Danmörku 8. – 12. maí sl. undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar kórstjóra.
Skólakórinn tók þátt í vinnusmiðjum, hélt tónleika bæði einn og sér og líka með öðrum kórum.
Frá því er sagt á vef Tónlistarskólans að vaskur hópur foreldra hafi haft veg og vanda af fjármögnun ferðarinnar með stúlkunum sem hafa sungið við ýmis tækifæri í vetur, selt kaffi og kökur, jólamerkimiða svo eitthvað sé nefnt. Þá voru fararstjórar úr hópi foreldra sem brugðust fumlaust og örugglega við öllu sem upp kom.
Vortónleikar Skólakórsins verða í Hömrum á morgun fimmtudaginn 16. maí kl. 19. Eftir tónleikana verða seldar pottaplöntur til styrktar Skólakórnum.

Eftir tónleika í Christians kirkjunni.
Myndir: tonis.is