Skjaldborg: mynd um snjóflóðið í Súðavík 1995

Á Skjaldborgarhátíðinni sem verður á Patreksfirði um næstu helgi verður sýnt heimildarmyndin Fjallið öskrar eftir Daníel Bjarnason. Í heimildamyndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. „Fjallið það öskrar“ er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum segir í kynningu.

Framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir. Myndin er 99 mínútur að lengd.

Vélsmiðjan á Þingeyri

Einnig verður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni heimildarmynd um vélsmiðjuna á Þingeyri. Rætt er við Kristján Gunnarsson og segir að líf Kristjáns hafi snúist um vélsmiðjuna á Þingeyri frá því hann kom þangað inn sem lítill strákur að færa bróður sínum kaffi. Nú þegar hann er orðinn áttræður verða tímamót í lífi hans og smiðjunnar sjálfrar. Meira en aldargamlar vélar hennar munu varla standast tímans tönn í hnattvæddum heimi fjöldaframleiðslu.

Framleiðandi er Elfar Logi Hannesson og leikstjóri Arnar Sigurðsson. Myndin er 20 mínútur að lengd.

DEILA