Skemmtiferðaskip: 299 m langt skip til Ísafjarðar í dag

Norwegian Prima sem leggst í Sundahöfn á Ísafirði í dag.

Norska skemmtiferðaksipið Norwegian Prima kemur til Ísafjarðar í dag og leggst í fyrsta sinn að kanti í Sundahöfn. Skipið er 299 metra langt og varð í fyrra að aflýsa 14 komum í fyrra vegna þess að dýpkunarframkvæmdir töfðust. Um borð í Norwegian Prima eru 3246 farþegar auk áhafnar, sem er um 1.500 manns. Flestir farþeganna munu vera Bandaríkjamenn. Áætlað er að skipið leggist að bryggju kl 9 og verði til kl. 18.

Nansen á Patreksfirði og Hólmavík

Um helgina varð Frithjod Nansen aftur á ferðinni um Vestfirði og kom við á Patreksfirði og Hólmavík. Með því voru um 300 manns. Á Hólmavík fóru gestr um þorpið og komu m.a. við í galdrasafninu. Hópurinn var svo fluttur á fjórum skólabílum úr þremur sveitarfélögum í Sævang. Þar var því margt í kaffinu í Sauðfjársetrinu og gestirnir skoðuðu sýningarnar sem þar eru. Einnig var boðið upp á fjörurölt og fjallgöngu um nágrennið. Á vefsíðu sauðfjársetrisins kemur fram að prjónahúfur og vettlingar hafi selst vel í Sævangi og á Hólmavík.

Nansen við Hólmavík.

Myndir: Sauðfjársetrið í Sævangi.

Silver Endeavour í Bolungavík

Skemmtiferðaskipið Silver Endeavour kom inná Bolungavíkina í gær til að hleypa nokkrum tugum farþega í land til að skoða sig nánar um. Þá voru rútur til taks til að ferja farþega í skoðunarferðir.

Skipið er 164 metra langt, byggt 2021og tekur um 200 farþegar og hefur svipaðan fjölda í áhöfn.

Silver Endeavour við akkeri í Bolungavíkinni.

Mynd: Hafþór Gunnarsson.

DEILA